Aðalfundur 2017

Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2017.

Fundurinn fer fram í fundarsölum á 4. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík og hefst klukkan 12:00 á hádegi.

Dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum laga félagsins.

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.      Skýrsla stjórnar.
3.      Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir liðið ár til samþykktar.
4.      Lagabreytingar, sbr. 9 gr.
5.      Kosningar:
A.      Kosning formanns annað hvert ár.
B.      Kosning 2ja aðalmanna til 2ja ára.
C.      Kosning eins varamanns til eins árs.
D.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara til eins árs.
6.      Ákvörðun félagsgjalda.
7.      Önnur mál.

Stjórn hvetur félagsmenn eindregið til að mæta og gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félagið.

Framboð og tilnefningar til embætta þurfa að hafa borist stjórn SL fyrir hádegi mánudaginn 20. mars.

Með kveðju,

Stjórnin