Þann 23. október var undirritaður nýr ótímabundinn kjarasamningur á milli 14 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi aðila frá árinu 2011.
Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SA er ólíkur ýmsum öðrum kjarasamningum að því leyti að í honum er ekki samið um laun fyrir einstök störf eða starfsmenn. Launakjör eru ákvörðuð í ráðningarsamningi milli vinnuveitanda og viðkomandi háskólamanns og getur starfsmaður óskað árlega eftir viðtali við sinn yfirmann um breytingar á starfskjörum. Sérstakur skýringarrammi var settur í samninginn um þessi árlegu launaviðtöl. Félagsmönnum hefur verið sendur póstur með yfirliti yfir helstu breytingar en félagsmenn geta haft samband við Þjónustuskrifstofu félagsins í síma 595-5165 óski þeir eftir frekari upplýsingum um samninginn.
Nýja kjarasamninginn má finna hér