Helstu atriði kjarasamnings við ríkið

Aðfararnótt mánudagsins 21. október skrifuðu Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga undir samning um framlengingu á kjarasamning við Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Samningurinn gildir til 31. mars 2023 eða til þriggja og hálfs árs.

Helstu atriði kjarasamnings:

• Náðst hefur samkomulag um styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 stundir sem tekur gildi 1. janúar 2021. Verður það gert í samstarfi starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað
• Samið var um hóflega launahækkun í samræmi við lífskjarasamningana. Í þeim er fólki tryggð kaupmáttaraukning sem er betri en verðbólguspá Seðlabankans á samningstímanum
• Breytingar á launatöflu sem auðvelda launasetningu
• Launahækkanir sem koma inn 1. desember eru afturvirkar til 1. apríl, en 105.000 kr. eingreiðsla sem var greidd út 1. ágúst s.l. dregst frá þeirri upphæð
• Rýmri heimild er til þess að greiða viðbótarlaun umfram reglubundin mánaðarlaun
• Uppsagnarákvæði og launaþróunartrygging sem eiga eftir að vinna fyrir heildina
• Orlof verður 30 dagar fyrir alla, óháð aldri, miðað við fullt starf
• Starfsfólk á rétt á 15 daga samfelldu orlofi á sumarorlofstímabilinu
• Orðalagi kjarasamnings hefur verið breytt til samræmis við lög og dómaframkvæmd þegar kemur að flutningi orlofs milli ára
• Orlof má ekki flytja á milli orlofsára, nema ef launþegi hefur þurft að fresta töku vegna óska yfirmanna, verið í fæðingarorlofi eða veikur   • Orlofsrétt sem ekki hefur verið nýttur árið 2019 má taka út allt til ársins 2023
• Sjálfvirk 25% lenging orlofs sem tekin er utan sumarorlofstíma breytist. Lengingin er enn til staðar en liggja þarf fyrir skrifleg beiðni yfirmanns um að það orlof sé tekið utan sumarorlofstímabils
• Iðgjöld í Styrktarsjóð BHM verða 0,75%, voru áður 0.55%