Styrktarsjóður

Styrktarsjóður BHM – er fyrir starfsmenn ríkisins, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana. Markmið sjóðsins er að styrkja sjóðfélaga með fé og koma þannig til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna. Einnig er markmiðið að bæta útgjöld vegna ýmiss konar heilbrigðisþjónustu og óvæntra áfalla sjóðfélaga. Atvinnulausir halda fullum réttindum í eitt ár, enda hefjist bótatímabil eða til útgjalda sé stofnað innan árs frá upphafi atvinnuleysis. Skilyrði er að greitt sé félagsgjald til viðkomandi stéttarfélags af atvinnuleysisbótum. Ef veikindi eru í beinu framhaldi af starfslokum, þ.e. innan mánaðar, miðast dagpeningar við laun þegar látið var af störfum. Stéttarfélögum innan BHM er heimilt að lengja þetta tímabil í allt að 3 ár ef félagsmaður greiðir til stéttarfélags af atvinnuleysisbótum, sjá nánar starfsreglur sjóðsins.

Orlofssjóður
Orlofssjóður BHM, hefur það markmið að auðvelda sjóðfélögum að njóta orlofs. Sjóðurinn á yfir 40 húseignir víða um land, þar af yfir 30 í heilsársnotkun. Flestir háskólamenntaðir starfsmenn hins opinbera eiga aðild að Orlofssjóði BHM en hjúkrunarfræðingar eru með sinn eigin orlofssjóð. Atvinnulausir geta haldið aðild sinni með því að greiða fast árgjald, nú kr. 2.500.

Starfsmenntunarsjóður
Starfsmenntunarsjóður BHM var stofnaður með samkomulagi BHM og ríksins 5. september 1980. Flestir háskólamenn sem starfa hjá hinu opinbera eiga aðild að STRIB. Sjóðfélagar sem verða atvinnulausir halda réttindum sínum í sex mánuði. Þeir þurfa að hafa átt aðild að sjóðnum í a.m.k. eitt ár og tvö ár að vera liðin frá síðustu úthlutun eins og hjá öðrum sjóðfélögum. Til viðbótar almennum reglum geta atvinnulausir sjóðfélagar sótt um styrk til námskeiðs sem beinlínis tengist atvinnuleysi þeirra.