Umsókn um aðild að Stéttarfélagi lögfræðinga

Til að gerast fullgildur félagsmaður þarf að sækja formlega um inngöngu í viðeigandi félag og skila inn umsókn og afriti af prófskírteinum á háskólastigi. Til að eiga rétt á aðild þarf viðkomandi að hafa lokið 90 eininga (180 ects) heildstæðu háskólanámi  og eru engar undanþágur gefnar frá þessari reglu.

Full félagsaðild er skilyrði þess að fá úthlutað úr vísindasjóði og njóta þjónustu viðkomandi félags. Ennfremur skilyrði þess að fá úthlutað úr starfsmenntunarsjóði og sjúkra/styrktarsjóði BHM og þess að fá afnot af orlofshúsum BHM.

Hér fyrir neðan má finna rafrænt umsóknareyðublað.

Frekari upplýsingar má fá í gegnum þjónustuskrifstofu félagsins í síma 595 5165 .

Hér má einnig finna umsóknareyðublað sem  senda má til Stéttarfélags lögfræðinga, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.  Með umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteini. 

SL-umsókn

Hægt er að faxa umsóknina ásamt prófskírteini í 595-5101. Einnig má skanna inn umsókn og/eða fylgiskjöl og senda á sl@bhm.is