(12.3.2016) Aðalfundur félagsins 2016.
Ágæti félagsmaður
Stéttarfélag lögfræðinga boðar hér með aðalfund félagsins 2016. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 14. mars 2016 og hefst klukkan 16:00 Fundarstaður er salur á 3. hæð í Borgartúni 6.

Dagskrá
1. kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir liðið ár til samþykktar.
4. Lagabreytingar, sbr. 9 gr.
5. Kosningar:
a. Kosning 2ja aðalmanna í stjórn félagsins til 2ja ára.
b. Kosning eins varamanns í stjórn félagsins til eins árs.
c. Kosning tveggja manna í samninganefnd og tveggja til vara.
d. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

(21.12.2015) Skrifað undir kjarasamning við Reykjavíkurborg.

Þann 21. desember 2015 gerðu Stéttarfélag lögfræðinga og Reykjavíkurborg samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Miðvikudaginn 6. janúar 2016 kl. 12 verður samkomulagið kynnt félagsmönnum í sal BHM í Borgartúni 6. Vonumst við til að sjá ykkur flest þar. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Þann 4. janúar 2016 verður opnað fyrir rafræna kosningu sem verður opin til 7. janúar. Maskína rannsóknir munu sjá um rafrænu atkvæðagreiðsluna en afrit samningsins ætti að hafa verið sent á netföng viðeigandi félagsmanna.

(23.10.2015) Niðurstöður kjarakönnunar BHM og Stéttarfélags lögfræðinga(SL).

Þann 15. október sl. var haldinn opinn fundur fyrir félagsmenn í SL þar sem kynntar voru niðurstöður kjarakönnunar BHM, sem gerð var síðastliðið vor. Frábær mæting var á kynninguna en henni var stýrt af Ævari hjá Maskínu en Maskína sá um gerð könnunarinar fyrir BHM. Hjá Stéttarfélagi lögfræðinga voru 589 manns í þýði í könnuninni og alls svöruðu 287 eða 48,7%. Svarendahópur SL samsvaraði þýðinu mjög vel, sem gefur til kynna að niðurstöður endurspegli hópinn. Þess skal getið að hér er ekki um svörun í úrtaki að ræða heldur í öllu þýðinu, þ.e. öllum meðlimum SL og því gefur um 49% svarhlutfall nokkuð góða mynd af félaginu í heild. Sá fyrirvari er þó gerður að þar sem um könnun er að ræða, ekki raungögn, þá má gera ráð fyrir að launatölur séu ekki nákvæmlega þær sömu og sjást í opinberum gögnum.

Kynningu Ævars má finna hér á PDF formi kjarakönnun.sl.2015.

Eldri fréttir
(10.06.2015) Kæru félagar í Stéttarfélagi lögfræðinga

Eins og öllum ætti að vera kunnugt hafa verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna nú staðið yfir í 9 vikur. Þau 17 félög innan bandalagsins sem eru sameiginlega í verkfallsaðgerðum hafa sýnt sterka samstöðu og ætla ekki að gefast upp fyrr en árangri hefur verið náð. Okkar helsta markmið er að menntun verði metin til launa og að menntun sé eftirsóknarverð og fjárfestingarinnar virði í íslensku samfélagi.

Ákveðið var að allir lögfræðingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu færu í ótímabundið verkfall frá 7. apríl sl. Fjöldi lögfræðinga í verkfalli er 27.

Á verkfallstímabilinu höfum við reynt að hafa sem mest áhrif og lagt áherslu á að vera sýnileg í dagblöðum, sjónvarpi og netmiðlum. En við þurfum að gera enn meira og með stuðningi frá ykkur, félögum okkar í Stéttarfélagi lögfræðinga sem starfa hjá ríkinu, sveitarfélögum eða í einkafyrirtækjum, getum við haft meiri áhrif. Við hvetjum ykkur hér með til að taka virkan þátt í kjarabaráttunni og gera allt hvað þið getið til að hjálpa okkur að vera sýnileg með því að deila greinum og umræðum um verkfallið á samfélagsmiðlum eða skrifa greinar til að birta í fjölmiðlum.

Við vonum innilega að verkfallið leysist sem fyrst en viljum einnig koma því á framfæri að dragist verkfall enn frekar á langinn er ætlunin að heimsækja ykkur á starfstöðvar ykkar til að sækja enn frekari stuðning og upplýsa ykkur um stöðu mála. Þá er ykkur jafnframt velkomið að hafa samband við okkur í gegnum facebook síðu Stéttarfélags lögfræðinga.

Með baráttukveðju,
Lögfræðingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og stjórn stéttarfélags lögfræðinga

(9.06.2015) Í 10. viku verkfalla BHM hjá ríki
Hér má lesa ágætis umfjöllun BHM um verkfallið.

Í 10. viku verkfalls

(7.05.2015) Mótmæli við kórinn.
Stéttarfélag lögfræðinga efnir til mótmæla við inngang í Kórinn í Kópavogi klukkan 18:45 á laugardagskvöldið, vegna verkfallsbrots sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Sýslumaður ákvað að hafa að engu niðurstöðu undanþágunefndar, sem hafði hafnað því að undanþága væri veitt til að gefa út heimild til skemmtanahalds í Kórnum þetta kvöld. Sýslumaður veitti heimildina, þvert á niðurstöðu nefndarinnar.

Stéttarfélag lögfræðinga telur þetta alvarlegt verkfallsbrot og að það vegi að rótum verkfallsvopnsins sem slíks. Þetta getur því haft umtalsverð áhrif á störf allra annarra undanþágunefnda.

(6.05.2015) Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga

Stéttarfélag lögfræðinga hefur boðað til aðalfundar föstudaginn 8. maí nk. fundurinn hefst kl 15:00 og verður haldinn á 3 hæð í Borgartúni 6.

Dagskrá

1. kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir liðið ár til samþykktar.
4. Lagabreytingar, sbr. 9 gr.
5. Kosningar:
a. Kosning 2ja aðalmanna í stjórn félagsins til 2ja ára.
b. Kosning eins varamanns í stjórn félagsins til eins árs.
c. Kosning tveggja manna í samninganefnd og tveggja til vara.
d. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

(7.04.2015) Samstöðufundur BHM félaga 9. apríl nk. 

samstodufundurbhm

(31.03.2015) Verkfall félagsmanna 9. apríl nk. 
Stéttarfélag lögfræðinga hefur boðað til verkfalls allra félagsmanna sem vinna hjá ríkinu, fimmtudaginn 9. apríl nk. milli kl. 12-16. Félagsmyndu myndu því leggja niður störf þennan dag kl. 12:00 og mæta á sameiginlegan kjarabaráttufund á vegum BHM sem auglýstur verður síðar. Félagsmenn fá engar kaupgreiðslur eða greiðslur úr verkfallssjóðum fyrir þetta verkfall. Stéttarfélag lögfræðinga mun taka þátt í að fjármagna greiðslur vegna annarra aðgerða félaga innan BHM en félagsmenn Stéttarfélags lögfræðinga hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu munu m.a. hefja ótímabundið verkfall frá 7. apríl nk. Framlög munu koma úr verkfallssjóði Stéttarfélags lögfræðinga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent fimm aðildarfélögum bréf þar sem segir að atkvæðagreiðsla og verkfallsboðun hafi verið ólögleg.  Sennilegt er að Félagsdómur muni kveða upp niðurstöðu vegna þessa strax eftir páska. Við biðjum félagsmenn sem vilja fá allar helstu upplýsingar varðandi kjarabaráttuna, beint í æð að fylgjast með Bandalagi Háskólamanna og Stéttarfélagi lögfræðinga á facebook.

11049112_880722665304507_4694024951548627407_o

(13.02.2015) Þróun í fjölda félagsmanna
Nýlega voru teknar saman tölur um þróun í fjölda félagsmanna í stéttarfélagi lögfræðinga. Teknar voru saman tölur um árin 2009, 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014, miðað við gilda félagsmenn. Félagsmönnum í stéttarfélagi lögfræðinga hefur fjölgað nokkuð stöðugt frá árinu 2009 en eftirtektarvert er að á árinu 2014 fjölgaði félagsmönnum í stéttarfélagi lögfræðinga, talsvert meira en á fyrri árum en félagsmenn í stéttarfélaginu voru í lok árs 2014 samtals 642 og hafði þeim því fjölgað um samtals 139 á árinu 2014 en í lok árs 2013 voru félagsmenn í stéttarfélaginu  samtals 503. Meðfylgjandi tafla sýnir þróunina á milli ára.

sulurit

(7.01.2015) Öflug þekking – öflug framtíð
Öflug þekking - öflug framtíð

Bandalag háskólamanna lét nýverið útbúa fyrir sig auglýsingu sem sýnir fjölbreyttan starfsvettvang félagsmanna BHM. Tjarnargatan sá um verkið og eru forsvarsmenn BHM afar ánægðir með útkomuna. Myndbandið má finna m.a. á facebooksíðu bandalagsins

(19.11.2014) Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga verður haldinn í fundarsal BHM í Borgartúni 6, þriðju hæð, mánudaginn 24. nóvember 2014.  Fundurinn hefst klukkan 16:30. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Þeir sem hyggjast bjóða sig fram vinsamlegast sendið tilkynningu þess efnis til þjónustuskrifstofu stéttarfélagsins.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

1.       Stjórnarkjör.

2.       Önnur mál

 

(20.06.2014) Félagsmenn samþykkja samning við ríkið 

Félagsmenn 16 aðildarfélaga BHM hafa samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið sem gildir til 28. febrúar 2015.
Atkvæðagreiðsla var rafræn og sá Maskína um kosninguna. Um 60% félagsmanna tók þátt í kosningunni og samþykktu 78,8% félagsmanna samninginn, 14,3% sögðu nei og 6,9% skiluðu auðu. Samningurinn er í anda samninga á almennum vinnumarkaði, en gildir aftur í tímann eða frá og með 1. febrúar 2014.

Aðilar urðu ásáttir um að hefja strax í sumar undirbúning að nýjum kjarasamningi sem taki við af þeim skammtíma samningi sem nú var samþykktur. Tekin verða fyrir ýmis kjara- og réttindamál ríkisstarfsmanna og hefur náðst samkomulag um tímasetta viðræðuáætlun. Þá urðu aðilar sammála um að fara í skoðun á umhverfi stofnanasamninga. Markmiðið er að viðhalda þeim og færa launasetningu nær vettvangi og laga hana að þörfum hverrar stofnunar fyrir sig.

 

(3.01.2014) Sameiginlegur kjarafundur BHM félaga
Sameiginlegur kjarafundur BHM félaga vegna kjarasamninga verður haldinn í Háskólabíói þann 6. febrúar kl.15:00. Stjórn Stéttarfélags lögfræðinga hvetur félagsmenn til þess að mæta og sýna samstöðu.
Augl_vef
(12.03.2014) Samræðufundur við viðsemjendur í Háskólabíói

Nú blásum við til fundar á ný í Háskólabíói þann 13. mars n.k. kl.15:00 – 16:30.

BHM hefur óskað eftir því við viðsemjendur (ríki, borg og sveitarfélög) að forsvarsmenn þeirra ávarpi fundinn.
Augl_vef

(3.12.2013) FRÉTTATILKYNNING FRÁ BANDALAGI HÁSKÓLAMANNA
BHM, heildasamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði, leggur áherslu á að skuldir vegna námslána séu jafnan metnar til jafns við aðrar skuldir heimila þegar mótaðar eru aðgerðir til að létta skuldir landsmanna. Í tilefni af kynningu á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána setur BHM fram eftirfarandi kröfur:
* Að fyrirhuguðum tekjum ríkissjóðs af skatti á fjármálafyrirtæki verði jafnframt varið til niðurgreiðslu námslána, enda samanstandi verðtryggðar skuldir heimilanna af húsnæðis- og námslánum. Þannig sé tryggt að forsendubrestur vegna verðtryggingar sem stjórnvöld hyggjast leiðrétta nái til allra sem fyrir honum urðu.
* Að skattfrelsi séreignasparnaðar vegna niðurgreiðslu húsnæðislána nái jafnframt til námslána, enda sé í báðum tilfellum um að ræða verðtryggða lántöku vegna langtímafjárfestingar.

(26.11.2013) Nýr stofnanasamningur hefur verið gerður fyrir félagsmenn við Sjúkratryggingar Íslands
Þann 22. nóvember 2013 var undirritaður stofnanasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Stéttarfélags lögfræðinga vegna félagsmanna í Stéttarfélagi lögfræðinga sem ráðnir eru til starfa hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Samninginn má finna StofnSjúkratryggingarStofnSjúkratryggingar

(15.11.2013) Niðurstöður spurningakönnunar um áhersluatriði í komandi kjarasamningum
Nýlega var gerð spurningakönnun um hvað félagsmenn myndu vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Könnunin var send félagsmönnum með tölvupósti, dags. 28. október sl. og áminning var síðan send með tölvupósti, dags.31. október sl. Niðurstöður voru síðan teknar saman af Sigrúnu Ösp Sigurjónsdóttur starfsmanni þjónustuskrifstofunnar þann 1. nóvember sl. Þátttaka í könnuninni var ágæt og svöruðu 281 eða 48,2% félagsmanna. Hér fyrir neðan má finna skjal þar sem skoða má helstu niðurstöður könnunarinnar.
Niðustöður spurningakönnunar.

(13.11.2013) Opinn fundur um komandi kjarasamninga
Undirbúningur fyrir komandi kjarasamninga hefur staðið yfir hjá Stéttarfélagi lögfræðinga að undanförnu. Stjórnarmenn hafa fundað, kannanir hafa verið sendar út til félagsmanna, stjórnarmenn tóku þátt í kjararáðstefnu BHM þann 4. nóvember 2013 og loks var haldinn opinn fundur fyrir félagsmenn þann 13. nóvember sl. Fámennt en góðmennt var á fundinum og ljóst að það eru krefjandi tímar framundan við að móta kröfugerð félagsins.

(12.10.2013) Áminning um mikilvægi trúnaðarmanna
Stéttarfélag lögfræðinga hvetur félagsmenn til þess að tryggja að á hverjum vinnustað sé að minnsta kosti einn trúnaðarmaður sem fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum. Trúnaðarmenn eru tengiliðir milli félagsmanna og vinnuveitanda sem og milli félagsmanna og stéttarfélagsins.
Stéttarfélag lögfræðinga hvetur einnig þá trúnaðarmenn sem þegar hafa verið kosnir fulltrúar á sínum vinnustað að senda stéttarfélaginu tilkynningu um kjörið á netfangið: sl@bhm.is, með upplýsingum um nafn, vinnustað og, ef kostur er, dagsetningu kosningar.

(16.09.2013) Kjarakönnun BHM
Nýlega var birt Kjarakönnun BHM, könnunin var gerð fyrir Bandalag háskólamanna og aðildarfélög þess og fjallaði um laun félagsmanna aðildarfélaga og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Könnunin var mjög yfirgripsmikil og gefur mjög góða mynd af stöðu háskólamenntaðra starfsmanna á vinnumarkaði.
Hér má nálgast helstu niðurstöður könnunarinnar:

(22.02.2013) Markaðsátak og tenging við háskólasamfélagið
Stjórn SL hélt 21 almennan fund á árinu 2012 auk fjölmargra símafunda þar sem fjallað var um stöðu kjaramála, verkefni félagsins í erfiðu þjóðfélagsástandi, aðgerðir til að takast á við sparnaðaraðgerðir atvinnuveitenda á kostnað launþega og um stækkunarátak félagsins svo eitthvað sé nefnt. Samráðsfundir voru haldnir með öðrum aðildarfélögum BHM, sérstaklega um stöðuna í kjaramálum.
Nýir félagar í stjórn SL eru þau Valborg Steingrímsdóttir og Sveinn Tjörvi Viðarsson en Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Kristinn Jónasson voru kosin varamenn.Hér má sjá fundargerð aðalfundar.