Félagsmenn geta leitað til félagsins vegna kjara- og réttindamála sem og í ágreiningsmálum við vinnuveitendur. Stéttarfélag lögfræðinga er í forsvari og gætir hagsmuna félagsmanna við kjarasamningsgerð. Stéttarfélagið aðstoðar einnig félagsmenn við gerð stofnanasamninga og aðra þætti sem snerta kjör þeirra.

Félagsmenn eiga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum rétt á ýmsum styrkjum í gegnum Stéttarfélag lögfræðinga hjá Bandalagi háskólamanna(BHM).
Styrkirnir eru veittir í gegnum sjóði sem BHM heldur utan um og eru m.a. veittir vegna ferða- og ráðstefnukostnaðar, gleraugnakaupa, íþróttaiðkunar, veikinda, læknisrannsókna, barneigna og fleira. Sjóðirnir eru eftirfarandi:

• Styrktarsjóður BHM
• Sjúkrasjóður BHM
• Starfsmenntunarsjóður BHM
• Orlofssjóður BHM
• Starfsþróunarsetur háskólamanna

sjá nánari upplýsingar hjá BHM.

Aðgangur að orlofssjóði BHM. Sjóðurinn veitir aðgang að yfir 89 orlofshúsum víða um land, auk íbúða í Danmörku, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. Auk þess standa til boða á hagstæðum kjörum útilegukort, hótelgisting og veiðikort.

Þjónusta við félagsmenn:
• Upplýsingar varðandi launakjör
• Aðstoð við félagsmenn við gerð og yfirlestur ráðningarsamninga.
• Aðstoð við lausn ágreiningsmála á vinnustað
• Aðstoð við undirbúning launaviðtala (og upplýsingar um markaðslaun).
• Félagið er talsmaður/fulltrúi félagsmanna í einstaklingsmálum, ef óskað er eftir.
• Lögfræðiaðstoð vegna ágreiningsmála við vinnuveitanda.
Beiðni um þjónustu þarf að fara í gegnum þjónustuskrifstofu félagsins.