Beint í efni

Það má ekkert lengur!

Viðgengst kynferðisleg áreitni á þínum vinnustað?

Nú á haustdögum stendur VIRK fyrir vitundarvakningu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum í samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið.

Hryggjarstykki vitundarvakningarinnar er auglýsing sem hefur það að markmiði að vekja starfsfólk og stjórnendur, og allan almenning, til umhugsunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og visa þeim á ganglegt efni og upplýsingar um þetta þjóðfélagsmein á velvirk.is.

Kynferðisleg áreitni virðist töluvert vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Brýnt er að auka þekkingu og þjálfun stjórnenda þegar kemur að kynferðislegri áreitni á vinnustað - en einnig að uppræta þá meðvirkni og menningu sem gerir lítið úr og þaggar í þeim sem krefjast breytinga. Við þekkjum öll setninguna „Það má ekkert lengur“ og vitum fyrir hvað hún stendur. Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að varpa ljósi á þá skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum.

Sjá nánar á vef VIRK.