Sjálfstætt starfandi
Á undanförnum árum hefur hlutdeild sjálfstætt starfandi aðila á vinnumarkaði aukist til muna og ekkert lát er þeirri fjölgun. Stéttarfélag lögfræðinga og BHM láta sér málefni sjálfstætt starfandi einstaklinga varða. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna í „gigg-hagkerfinu“ að eiga öflugan bakhjarl sem styður við bakið á þeim - aðild að stéttarfélagi er ávísun á öryggi.
Ákveðin aukavinna fylgir því að vera sjálfstætt starfandi. Aðilar verða sjálfir að standa skil á ýmsum sköttum og gjöldum, svo sem lífeyrissjóðsgreiðslum og tryggingum, ásamt því að senda viðeigandi reikninga og gögn inn til stofnana.
BHM hefur tekið saman ítarlegt safn upplýsinga fyrir sjálfstætt starfandi og við mælum með því að allir sem þegar starfa sjálfstætt eða eru að velta því fyrir sér kynni sér þær upplýsingar vel.
Aðstoð og ráðgjöf Stéttarfélags lögfræðinga
Ef þú hefur spurningar um kjör og réttindi sjálfstættstarfandi hvetjum við þig til að senda okkur fyrirspurn eða bóka símtal við sérfræðing.