Beint í efni

Ráðningasamningar

Ráðningarsamningur er samningur milli starfsmanns og atvinnurekanda þar sem kveðið er á um vinnuframlag starfsmanns í þágu atvinnurekandans gegn tilteknu gjaldi í formi launa og annarra starfskjara frá atvinnurekanda.

Skylt er að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi milli starfsmanns og forstöðumanns/vinnuveitanda við upphaf ráðningar. Frávik eru frá því ef starfsmaður er einungis ráðinn til eins mánaðar eða skemur eða ekki meira en átta klst. á viku.

Með því að taka skýrt fram í ráðningarsamningi hvaða reglur skuli gilda um ráðningarsamband, bæði varðandi starfið og þau kjör sem því fylgja er hægt að koma í veg fyrir ágreining síðar.

Aðstoð Stéttarfélags lögfræðinga

Ef þú ert enn með spurningar sem ekki er svarað hér fyrir ofan hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu félagsins

Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi almennar spurningar um vinnurétt og kjaramál.

Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda

Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.

Þjónustuskrifstofa Stéttarfélags lögfræðinga er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.