Þjónustuskrifstofa FHS auglýsir eftir sérfræðing í fjármálum í 50% starf
Þjónustuskrifstofa FHS leitar að metnaðarfullum og framsæknum einstaklingi í starf sérfræðings í fjármálum til að hafa umsjón með fjármálum og rekstri skrifstofunnar.
Helstu verkefni
- Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og rekstri skrifstofunnar og aðildarfélaga hennar og sjóða.
- Áætlanagerð og uppgjör.
- Kostnaðareftirlit og fjárhagsgreiningar.
- Samantekt og framsetning fjárhags- og rekstrarupplýsinga.
- Innleiðing og umsjón með rafrænum lausnum á sviði fjármála.
- Samskipti við stjórnir aðildarfélaga, endurskoðendur, viðskipta- og þjónustuaðila.
- Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjóri felur viðkomandi.
Hæfniskröfur
- Reynsla af fjármálastjórnun.
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á sviði stafrænna lausna á sviði fjármála og rekstrar.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar, þjónustuviðmót og hæfni til að vinna í teymi.
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
- Ögun í vinnubrögðum.
- Reynsla af starfsemi stéttarfélaga eða félagasamtaka kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2023
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, árangri sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi og rökstuðningur um færni til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Þjónustuskrifstofu FHS (georg@stett.is).
Þjónustuskrifstofa FHS
Þjónustueining fyrir fimm aðildarfélög Bandalags háskólamanna
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga reka Þjónustuskrifstofu FHS. Samtals eru félagsmenn um sex þúsund talsins. Á skrifstofunni eru fimm og hálft stöðugildi og byggist starfið þar á teymisvinnu og nánu samstarfi starfsfólks hennar.