Beint í efni

Jafnréttissamningurinn

Í jafnréttissamningnum 2023 birtist sýn aðildarfélaga BHM á kjarasamninga á opinberum markaði og samfélagsáskoranir fram undan.

Í jafnréttissamningnum er haft að leiðarljósi að stuðla að auknu jafnrétti, jafnvægi og réttlæti í íslensku samfélagi á breiðum grunni. Óháð kyni, félagslegri stöðu eða uppruna.

Meginmarkmiðið með jafnréttissamningnum er að auka kaupmátt ráðstöfunartekna, leiðrétta skakkt verðmætamat starfa á opinberum markaði og tryggja efnahagslegan og fé lagslegan stöðugleika. Í því skyni verða eftirfarandi 15 áherslur í brennidepli í komandi kjaraviðræðum aðildarfélaga bandalagsins.

Áherslur aðildarfélaga BHM

Í komandi kjarasamningum eru að tryggja aukinn kaupmátt launa á kjarasamningstímabilinu.

7 áherslur eru í forgrunni.

Aðkoma stjórnvalda

Varðar beitingu skattkerfis og tilfærslukerfa til að tryggja félagslegan stöðugleika og leiðréttingu á kerfisbundnu óréttlæti í virðismati starfa.

8 áherslur eru í forgrunni.

Lítil arðsemi og lágt menntunarstig í auðugu landi

Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hér borgar sig síður að afla sér háskólamenntunar. Verulega hallar á kvenkyns sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði.

Bæklingur BHM um virði menntunar