Nýr vefur – breytt ásýnd
Stéttarfélag lögfræðinga hefur nú fengið nýjan og endurbættan vef
Stéttarfélag lögfræðinga hefur nú fengið nýjan og endurbættan vef. Markmiðið með breytingunum er að bæta aðgang félagsfólks og annarra að upplýsingum um stéttarfélagið og stórbæta aðgengi að kjarasamningum. Talverð vinna varð lögð í undirbúning, þarfagreiningu, hönnun og útfærslu á vefnum sem unnin var í samstarfi félagsins á vettvangi sameiginlegrar þjónustuskrifstofu þess með fjórum öðrum stéttarfélögum innan BHM. Þannig hefur tekist að samræma vefi fimm stéttarfélaga með það að markmiði að auka samlegðaráhrif og bæta þjónustu.
Vefurinn inniheldur nú upplýsingar um kosti aðildar að félaginu og þjónustu sem félagsfólki stendur til boða. Upplýsingar um sjóði á vegum félagsins og sérstakan réttindavef með öllum helstu upplýsingum. Einnig verður nú öll fræðsla á vegum félagsins og BHM aðgengileg á einum stað.
Til að gera þjónustu félagsins sýnilegri hefur verið komið upp sérstöku formi til að stofna þjónustubeiðni sem fer þá strax til afgreiðslu í málaskrárkerfinu okkar. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurn og bóka símtal við sérfræðing – beint hér á vefnum!
Það er okkur sérstök ánægja að gera kjarasamningstexta, launatöflur og fylgiskjöl með kjarasamningnum aðgengilegri en áður var. Nú er hægt að leita í kjarasamningum og bera saman kjarasamninga á auðveldan hátt á kjarasamningssvæðinu undir Kjör og réttindi flipanum.
Vefurinn var unninn í samstarfi við Hugsmiðjuna og við bindum miklar vonir við áframhaldandi gott samstarf við frekari þróun og rekstur vefsins.