Reiknivél BHM fyrir útselda vinnu
BHM hefur birt nýja reiknivél fyrir útselda vinnu sjálfstætt starfandi sérfræðinga á heimasíðu sinni. Reiknivélin er öflugt verkfæri sem hjálpar sjálfstætt starfandi að reikna út sanngjarnt verð á þjónustu sinni, með tilliti til kostnaðarþátta eins og lífeyrisiðgjalda, orlofs og annarra réttinda sem launafólk nýtur almennt.
Með notkun reiknivélarinnar geta félagsmenn tryggt að gjald fyrir útselda þjónustu endurspegli bæði verðmæti sérfræðiþekkingar þeirra og mikilvægi þess að byggja upp réttindi, svo sem til orlofs og stuðnings úr sjóðum stéttarfélaga.
Reiknivél BHM fyrir útselda vinnu
Af þessu tilefni hefur einnig verið sett í loftið ný síða á vinnuréttarvef BHM, helguð sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem eru vaxandi hópur meðal félagsfólks BHM. Þar er að finna mikilvægar upplýsingar um skattamál, tryggingar, félagsgjöld, sjóði, höfundarrétt og fleiri þætti sem skipta máli fyrir þennan hóp.