Aðalfundur SL - 2025
Aðalfundarboð Stétttarfélags lögfræðinga (SL) 2025
Aðalfundur SL verður haldinn 29. apríl n.k. frá kl. 16:00- 17:30 í Borgartúni 6 á 4. hæð.
Dagskrá fundar.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar kynnt
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
4. Ákvörðun um félagsgjöld, sbr. 5 grein
- Stjórn Stéttarfélags lögfræðinga leggur það til að lækka félagsgjöld félagsins úr 0,85% af heildarlaunum niður í 0,65% af heildarlaunum. Breytingin tekur gildi þann 1. júní 2025.
5. Lagabreytingar, sbr. 20 grein
6. Kosning formanns, sbr. 9 grein
7. Kosning stjórnar, sbr. 9 grein
8. Önnur mál
Fundargögn
Finnna má þau fundargögn sem liggja fyrir fundinum hér að neðan. Athugið að öll fundargögn munu birtast á vefsíðu félagsins í síðasta lagi einum sólarhring áður en fundur hefst.
- Sjá má ársreikning félagsins hér: https://sl-www.cdn.prismic.io/sl-www/aAuo9PIqRLdaBn_x_SL-%C3%81rsreikningur2024.pdf
- Sjá má tillögu SL að breytingum á félagsgjaldi hér: https://sl-www.cdn.prismic.io/sl-www/aAuqmfIqRLdaBoAw_Tillagaumbreyttf%C3%A9lagsgj%C3%B6ldSL.pdf
Framboð og kosning til embætta
Framboð til setu í stjórn félagsins og til formanns skulu tilkynnt skriflega til stjórnar minnst þremur dögum fyrir aðalfund. Senda skal tilkynningu um framboð á sl@stettarfelaglogfraedinga.is - Berist ekki framboð í allar trúnaðarstöður í aðdraganda aðalfundar má auglýsa eftir framboðum á fundinum.
Á aðalfundi verður kosið um eftirfarandi embætti:
- Formann félagsins
- Tvö sæti stjórnarmanna
- Tvö sæti varamanna
Lög félagsins má finna hér: https://www.stettarfelaglogfraedinga.is/log-felagsins
Virðingarfyllst,
Stjórn SL