Aðild að stéttarfélagi er ávísun á öryggi. Félagsfólk nýtir samtakamátt sinn til að knýja á um bestu mögulegu kjör sín og réttindi. Gott stéttarfélag veitir persónulega ráðgjöf og þjónustu, allt frá ráðningarsamningi til starfsloka. Það opnar einnig aðgengi að margskonar fríðindum og fjárhagslegum stuðningi og er traustur bakhjarl þegar á þarf að halda.
Stéttarfélag lögfræðinga gerir kjarasamninga fyrir hönd síns félagsfólks. Einnig eru gerðir stofnana- og fyrirtækjasamningar og veitt ráðgjöf við gerð ráðningasamninga. Þannig fylgir stéttarfélagið því eftir að kjör og réttindi séu alltaf í takt við það besta sem völ er á.
Með aðild að félaginu opnast möguleikar á margvíslegum styrkjum. Þar skiptir þátttaka félagsins í BHM miklu máli. Sjúkra- og styrktarsjóðir veita fjölbreytta styrki og öflugt öryggisnet en starfsmenntasjóðirnir styðja við sí- og endurmenntun.
Stéttarfélag löfræðinga veitir félagsfólki sínu aðgang án endurgjalds að alls kyns fræðslu, fyrirlestrum og námsefni sem jafnt getur nýst í leik og starfi. Oft er efnið rafrænt og hægt að lesa, horfa og hlusta við hentugleika.
Hér má finna launatöflur Stéttarfélags lögmanna.
Ríkið - gildir frá 1. apríl 2024 (fjórar töfluhækkanir 1. apríl 2024, 2025, 2026, 2027)
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022 (1.1 - 31.3)
2022 - 2023 (1.4.22 - 31.3.2023)
Samband íslenskra sveitarfélaga 1. sept. 2015 - 31. des. 2023
Reykjavíkurborg 1. apríl 2014 til 31. mars 2023