Jólakveðja og staða kjarasamninga.
Kæri félagi
Stjórn Stéttarfélags Lögfræðinga sendir félagsfólki bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökkum fyrir viðburðarríkt ár sem er að líða.
Stéttarfélag Lögfræðinga lauk kjarasamningum við fjarmála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og var samningurinn samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða. Kjörsókn var um 56%. Samningurinn telst samþykktur með 78% greiddra atkvæða. Einnig kláraði félagið kjarasamning við samband íslenskra sveitarfélaga (fyrir utan Reykjavíkurborg) sem var samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða. Kjörsókn var um 27%. Samningurinn telst samþykktur með 75% greiddra atkvæða
Ekki hefur félaginu enn auðnast að gera kjarasamning við Reykjarvíkurborg. Nokkur árangur náðist í viðræðum undir jól en viðræður liggja niðri yfir hátíðarnar. Þeim verður svo framhaldið í byrjun janúar.
Virðingarfyllst með jólakveðju
Stjórn Stéttarfélags lögfræðinga.