Beint í efni

Kjarasamningur RVK og SL undirritaður

Kæri félagi

Stéttarfélag lögfræðinga hefur skrifað undir kjarasamning við Reykjarvíkurborg. Kosning um samninginn hefst von bráðar og lýkur henni kl. 11:00, mánudaginn 20. janúar nk.

Kjörseðlar verða sendir út á næstunni.

Kynningarfundur vegna nýs samning fer fram 20. janúar klukkan 10:00. Nálgast má hlekk á fundinn hér - Kynningarfundur

Kjarasamninginn má finna hér

Áhugasamir geta sett sig í samband við félagið í síma 595 5143 eða með tölvupósti í tölvupóstfangið: sl@stettarfelaglogfraedinga.is.

Nánar um aðdraganda samnings og helstu atriði hans

Félög háskólamenntaðra hafa haft verulegar áhyggjur af kjaraþróun háskólamenntaðra undanfarinn ár og þeirri aðferðarfræði sem einkennt hefur samningsgerð hins opinbera. Mikill samheldni og samstaða var á meðal háskólafélaga í þessari kjaralotu. Hafa þau öll sem eitt lagt mikið í sölurnar með það að marki að áhrif á nálgun hins opinbera á kjarasamningsgerð og það spor sem var markað í upphafi síðasta árs með aðgerðarpakka stjórnvalda, áherslu á launahækkanir til ómenntaðra og þátttöku þeirra í samningum á almennum markaði.

Staðan var orðin mjög þröng og ljóst að ekki yrði lengra komist án aðgerða. Háskólafélögin hafa því undirritað samninga um breytingar og framlengingu á samningum sínum við borgina og er hann nú lagður í dóm félaga í Stéttarfélags lögfræðinga.

Samningurinn gildir til 2028 og tekur mið af þeim samningum sem gerðir voru á almennum markaði á vordögum og þeim opinberu samningum sem fylgdu í kjölfarið. Í forgrunni þeirra var áhersla á hófstilltar hækkanir með það að marki að gera verðmyndandi aðilum kleift að halda aftur af verð- og gjaldskrárhækkunum og skapa aðstæður fyrir hjöðnun verðbólgu og lækkanir stýrivaxta.

Helstu atriði samnings eru eftirfarandi:

  1. Launahækkanir

1. apríl 2024 Að lágmarki 3,25% hækkun

1. apríl 2025 Að lágmarki 3,5% hækkun

1. apríl 2026 Að lágmarki 3,5% hækkun

1. apríl 2027 Að lágmarki 3,5% hækkun

  1. Hækkun persónuálags

1. apríl 2024 Verður 1,6%

1. apríl 2025 Verður 1,7%

1. apríl 2026 Verður 1,75%

1. apríl 2027 Verður 1,8%

Afturvirkt gildistökuákvæði þýðir að launahækkanir gilda frá 1. apríl 2024

2. Launatöfluauki: Hækkanir gætu orðið meiri ef laun sérfræðinga á almennum markaði hækka verulega að meðaltali umfram laun sérfræðinga á opinberum vinnumarkaði að meðaltali

3. Hækkun orlofsuppbótar um 2.000 kr. ári og persónuuppbótar um 4.000 kr. á ári.

4. Varanleg breyting á vinnuviku og greinum tengdum vinnutíma, vaktavinnu og vaktaálagi. Vinnuvika verður eftirleiðis kjarasamningsbundin við 36 stundir. Félagsfólk er eindregið hvatt til að kynna sér meðfylgjandi samning og breytingar á vinnufyrirkomulagi vegna breytts vinnutíma svo sem matar og kaffitíma. Á það einkum við um þá aðila sem vinna á vöktum eða bakvöktum.

5. Önnur atriði samnings, bókanir og viðaukar.

Virðingarfyllst
Stjórn SL