Beint í efni

Lífeyrismál á öllum aldri

Annar þáttur í samstarfi Stéttarfélags Lögfræðinga og Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins er fyrirlesturinn Lífeyrismál á öllum aldri. Þar bjóðum við öllu félagsfólki félaganna að sækja sér þessa mikilvægu fræðslu undir leiðsögn Björns með sérstakri áherslu á hvað yngra fólk getur gert í dag til að bæta stöðu sína síðar á lífsleiðinni.

Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar.

Við förum yfir fjárhagslegt öryggi maka og fjölskyldu, stöðu eigna og skulda, hvernig er hægt að auka við lífeyri og margt margt fleira. Félögin hvetja félagsfólk til að vera með okkur rafrænt á þessum flotta fyrirlestri miðvikudagsmorguninn 9. apríl milli 9:00-10:30.

Skráning er nauðsynleg og fer fram hér fyrir neðan: