Beint í efni

Umsögn SL vegna frumvarps til laga um sýslumann

Stéttarfélag lögfræðinga skilaði þann 8. apríl sl. umsögn inn vegna frumvarps til laga um sýslumann í samráði við Fagfélag löglærðra fulltrúa sýslumanna.

Aðspurður hafði Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður Stéttarfélags lögfræðinga, m.a. eftirfarandi um frumvarpið að segja: „Fyrst viljum við í SL lýsa yfir ánægju að brugðist hafi verið við fyrri athugasemdum félagsins árið 2022 m.a. er lutu að kjara- og réttindamálum starfsfólks, skýrari ramma um myndun verkefnastjórnunar og breytingar er lutu að starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er enn nokkuð sem betur mætti fara og í þeim efnum má sérstaklega benda á að ekki er gerð krafa um að nýr sýslumaður verði lögfræðimenntaður þrátt fyrir að það liggi í augum uppi að ábyrgð sýslumanns á lögfræðilegum málum verður töluverð. Þá er gríðarlega mikilvægt að það liggi fyrir með hvaða hætti sameiningin verði fjármögnuð en líkt og nefnt er í frumvarpi hefði það betur mátt fara við síðustu sameiningu sýslumanna. Líkt og áður verður SL reiðubúið til samtals bæði við ráðherra og Allsherjar- og menntamálanefnd við næstu skref.“

Unnt er að nálgast umsögnina í heild sinni á síðu Alþingis hér:

https://www.althingi.is/altext/erindi/156/156-654.pdf