Þetta er opinber heimasíða Stéttarfélags lögfræðinga en á þessari heimasíðu eiga félagsmenn að geta nálgast allar helstu upplýsingar varðandi stéttarfélagið og kjara- og réttindamál sín en rétt þykir einnig að nefna að hafsjó upplýsinga má finna um sama efni á heimasíðu Bandalags Háskólamanna www.bhm.is. Einnig er alltaf hægt að hafa samband við starfsmenn félagsins í síma 595-5165.

Hlutverk Stéttarfélags lögfræðinga er að vera í forsvari fyrir félagsmenn sína við gerð kjarasamninga og við aðrar ákvarðanir er á einhvern hátt snerta kjör þeirra.

Félagsaðild er heimil þeim launþegum sem lokið hafa að lágmarki 180 ects einingum í lögfræði frá viðurkenndum háskóla. Háskólanemar sem lokið hafa tveimur námsárum af háskólanámi geta einnig orðið félagar með takmörkuðum réttindum og skyldum. Nefnast þeir ungfélagar.

Félagsmenn  eru  623 í september 2013 og starfa ýmist  hjá ríki, sveitarfélögum eða á almennum vinnumarkaði

Stéttarfélag lögfræðinga er aðili að Bandalagi háskólamanna og tekur þátt í starfsemi þess. Stéttarfélag lögfræðinga rekur sameiginlega þjónustuskrifstofu með Félagi íslenskra félagsvísindamanna (FÍF), Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), Fræðagarði(FRG og Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU).